2.17.94.1, 2019-07-05 00:05:51
Volkswagen, Car-Net, forrit, öpp, þjónusta, Security & Service

Security & Service.

Car-Net Security & Service.

Öryggi á ferðinni.

Með Security & Service verður aksturinn þægilegri.Þessi Car-Net-þjónustupakki býður upp á fjaraðgang að mikilvægum eiginleikum bílsins og eykur við þægindin með því að tengja saman sveigjanleika og gagnsæi.Það er sama hvort um áætlun fyrir þjónustuskoðanir, sjálfvirka slysatilkynningu, vegaaðstoð eða netþjófavarnarkerfi er að ræða:Persónusniðin þjónusta aðstoðar þig í hvaða aðstæðum sem er og sér þér fyrir öllum mikilvægum upplýsingum um aksturinn.

e-Manager býður upp á frekari þjónustu fyrir rafbíla og tvinnbíla, t.d. stýrða hleðslu eða loftræstingu.

Yfirlit yfir alla Security & Service-þjónustu.

Neyðarþjónusta í Security & Service:

Neyðarþjónusta í Car-Net

Alltaf til taks.Til að tryggja öryggi þitt.

Með þjónustunni „Neyðarþjónusta“ færðu aðstoð í neyðartilvikum.Þegar alvarleg slys eiga sér stað, til dæmis þar sem loftpúði blæs út, er kallað sjálfkrafa á hjálp.Ef Volkswagen-bíllinn greinir að slys hafi átt sér stað kemur þjónustan á sambandi við neyðarlínu Volkswagen og miðlar mikilvægum upplýsingum til viðbragðsaðila.Einnig er hægt að kalla eftir hjálp handvirkt með því að ýta á hnapp.

 • Sendir viðeigandi upplýsingar til neyðarlínu Volkswagen til þess að geta veitt skjóta og persónulega aðstoð
 • Veitir persónulega aðstoð þar til hjálp berst
 • Einnig er hægt að nota þjónustuna þegar aðrir vegfarendur lenda í slysi 
 • Hægt er að nota þjónustuna án skráningar frá því bíllinn er afhentur

Þjónusta í Security & Service Basic:

Ástandsskýrsla ökutækis í Car-Net

Það er róandi að vita til þess að bíllinn fylgist sjálfur með sér.

„Ástandsskýrsla ökutækis“ veitir upplýsingar um stöðu bílsins hverju sinni, til dæmis áður en haldið er af stað í ferðalag.Skýrslan sýnir fyrirliggjandi viðvaranir og viðhald sem er komið á tíma eða fram yfir tíma og vistar þessar upplýsingar.Auk þess kemur staða akstursaðstoðarkerfa hverju sinni fram.

 • Býr sjálfkrafa til skýrslu eftir tiltekinn tíma eða vegalengd
 • Sendir tilkynningar í tölvupósti þegar skýrsla fyrir bílinn hefur verið búin til sjálfkrafa
 • Þegar óskað er handvirkt eftir skýrslu um bílinn er hún búin til um leið og bíllinn tengist netinu
 • Sýnir meðal annars upplýsingar um loftþrýsting í hjólbörðum, áfyllingarstöðu vökva, slit í hemlum og viðhaldstímabil
Áætlun fyrir þjónustuskoðanir í Car-Net

Okkar þjónusta:Sniðin að þér.

Svo tryggt sé að þú hafir sem mesta ánægju af akstrinum aðstoðar Volkswagen-bíllinn þig við að panta tíma á verkstæði.Þegar sinna þarf viðhaldi sendir Volkswagen-bíllinn upplýsingarnar til þjónustuaðila að þínu vali.Verkstæðið hefur síðan samband við þig og þú getur pantað tíma á þægilegan hátt.

 • Lætur vita þegar kominn er tími á viðhald
 • Hægt er að finna og velja Volkswagen-þjónustuaðila með einföldum hætti í Car-Net-vefgáttinni
Vegaaðstoð í Car-Net

Svo þú getir haldið ferðinni áfram – sama hvað gerist.

Ef bíllinn bilar erum við komin á staðinn í einum grænum.Hægt er að kalla eftir vegaaðstoð með því að ýta á hnapp í bílnum og eru upplýsingar um staðsetningu og bílinn þá sendar til neyðarþjónustu Volkswagen.Starfsmaður hjálpar þér þá að finna hvað olli biluninni eða getur sent til þín þjónustubíl ef ekki tekst að leysa úr vandamálinu strax.

Sjálfvirk slysatilkynning í Car-Net

Þjónusta sem kemur eins og kölluð.

Volkswagen-bíllinn þinn sér nú til þess að hjálp berist eins fljótt og hægt er.Um leið og árekstrarskynjarar bílsins greina minniháttar slys býður þjónustan upp á aðstoð.Ef þjónustan er virk eru upplýsingar um bílinn annaðhvort sendar til neyðarlínu Volkswagen eða neyðarþjónustu Volkswagen þegar notandi hefur gefið samþykki sitt fyrir því.Komið er á talsambandi við starfsmann sem tekur ákvörðun um framhaldið í samráði við notanda.

 • Skjót og fagleg aðstoð þegar slys á sér stað
 • Miðlar mikilvægum upplýsingum til neyðarþjónustu Volkswagen
 • Hefur samband við samstarfsaðila Volkswagen sé þess óskað
 • Gerir kleift að virkja þjónustuna „Neyðarþjónusta“ tafarlaust í neyðartilvikum

Frekari þjónusta í Security & Service Plus:

Aksturstölur í Car-Net

Eyddu minna.

Yfirlit yfir ýmsar aksturstölur:Sjáðu meðaltal aksturshraða og aksturstíma hjá þér til þess að draga úr eldsneytis- eða raforkunotkun.

 • Hægt er að skoða aksturstölurnar með þægilegum hætti hvar sem er
 • Sýndar eru upplýsingar um meðaltíma í akstri, meðalhraða, ekna vegalengd og meðaleyðslu
 • Upplýsingarnar eru uppfærðar eftir hverja ferð
Ljós og hurðir í Car-Net

Engar áhyggjur.

Með þjónustunni „Ljós og hurðir“ geturðu fullvissað þig um hvort hurðirnar á Volkswagen-bílnum þínum séu læstar og slökkt á ljósunum með þægilegum hætti í appinu.Svo geturðu andað léttar.

 • Hægt er að sækja upplýsingarnar í appinu eða í Car-Net-vefgáttinni
Staða ökutækis í Car-Net

Fáðu nýjustu upplýsingar.

Fáðu viðeigandi upplýsingar um bílinn þinn settar fram á skýran hátt – hvar sem þú ert.Sjáðu drægi og kílómetrastöðu á þægilegan hátt í snjallsímanum.

 • Hægt er að skoða upplýsingar um bílinn með þægilegum hætti hvar sem er
 • Sýnir kílómetrastöðuna hverju sinni
 • Veitir upplýsingar um drægi
 • Sýnir hvenær næsta skoðun og olíuskipti eiga að fara fram
Staðsetning á bílastæði í Car-Net

Sparaðu þér tíma og fyrirhöfn.

Manstu ekki hvar þú lagðir Volkswagen-bílnum þínum?Með þjónustunni „Staðsetning á bílastæði“ þarftu aðeins að snerta skjáinn á snjallsímanum til að sjá hvar bíllinn er.Þú getur einnig fengið upplýsingar um stystu leiðina að bílnum.

 • Sýnir hvar bílnum var lagt síðast
 • Hægt er að sækja upplýsingarnar á þægilegan hátt í appinu eða í Car-Net-vefgáttinni
 • Sýnir leiðina að bílnum
 • Hægt er að deila staðsetningu á bílastæði með vinum
Svæðistilkynning í Car-Net

Svo þú getir fylgst með því sem skiptir þig máli.

Með þjónustunni „Svæðistilkynning“ heldur þú yfirsýn.Fáðu sjálfkrafa tilkynningu þegar bíllinn fer inn á tiltekin svæði eða út af þeim á tilteknum tímum dags.Í Car-Net-vefgáttinni er hægt að velja, virkja og óvirkja allt að tíu svæði með breytilegum gildistíma.

 • Hægt er að virkja stakan eða endurtekinn gildistíma
 • Sendir tilkynningu eftir valinni leið ef brotið er gegn reglu
 • Hægt er að breyta stillingunum fyrir svæðistilkynningu með þægilegum hætti í appinu
Car-Net Geschwindigkeitsbenachrichtigung.

Þú stjórnar hraðanum.

Sparaðu þér óþarfa áhyggjur.Með þjónustunni „Hraðatilkynning“ er hægt að velja hraðamörk sem ökumaður bílsins þarf að halda sig við.Ef farið er yfir valin hraðamörk færðu sjálfkrafa tilkynningu.

 • Hægt að stjórna á þægilegan hátt í appinu eða í Car-Net-vefgáttinni
 • Hægt er að virkja stakan eða endurtekinn gildistíma
 • Hægt að gera óvirkt fyrir valdar tilkynningaleiðir
Flauta og blikka í Car-Net

Láttu bílinn skera sig úr fjöldanum.

Mit dem Dienst „Hupen & Blinken“ lassen sich Hupe und Warnblinkanlage über die Car-Net App fernsteuern.

Úr lás með appinu.

Læsa og taka úr lás í Car-Net

Hægt er að taka hurðir og skott úr lás og læsa þeim á þægilegan hátt með því að nota snjallsímann sem fjarstýringu.Jafnvel þótt þú sért langt í burtu. Þannig getur betri helmingurinn til dæmis gengið frá innkaupunum í skottinu og sest inn í bílinn jafnvel þótt þú komir ekki strax.

 • Taktu hurðir og skott úr lás og læstu þeim með appinu
 • Lástáknið í appinu sýnir hvort bíllinn er læstur
 • Aðgangsheimild notanda er staðfest með S-PIN-númeri

Athugið: Þessi þjónusta er í boði í bílum með þjónustunni „Security & Service“ með pöntunardegi frá og með 01.01.2019. Þjónustan „Læsa og taka úr lás“ er öryggistengd og þarf notandi þess vegna að staðfesta hver hann er með Volkswagen Ident-auðkenningarferlinu. Staðfest er hver þú ert hjá samstarfsaðila Volkswagen eða með myndspjalli.

Netþjófavarnarkerfi í Car-Net

Lætur vita þegar eitthvað gerist.

Þú getur andað rólega, því Volkswagen-bíllinn þinn getur passað upp á sig sjálfur.Ef reynt er að brjótast inn í bílinn getur þú fengið tilkynningu í Volkswagen Car-Net App í snjallsímanum eða með tölvupósti ásamt nánari upplýsingum um það sem gerðist.

 • Sýnir hvenær og af hverju þjófavarnarkerfið fór í gang
 • Sendir tilkynningu í tölvupósti eða birtir hana í snjallsímanum
 • Sýnir yfirlit yfir fyrri viðvaranir

Athugið:Aðeins í boði með þjófavarnarkerfi með vörn gegn því að hurðir séu opnaðar innan frá, sem er aukabúnaður.

Netstjórnun aukamiðstöðvar í Car-Net

Kyndir bílinn áður en ekið er af stað.

Með þjónustunni „Netstjórnun aukamiðstöðvar“ er hægt að kynda innanrými bílsins með þægilegum hætti í appinu eða í Car-Net-vefgáttinni áður en ekið er af stað.Þú stillir einfaldlega inn brottfarartíma fyrir næstu ferð eða setur upp vikuplan – og miðstöðin kyndir í samræmi við þínar þarfir.

 • Þægileg stjórnun í appinu og Car-Net-vefgáttinni
 • Hægt er að stilla inn vikuplan
 • Hafðu þægilegan hita í bílnum þegar þú ekur af stað
 • Hjálpar þegar móða og ísing er á rúðum

Athugið:Aðeins í boði með aukamiðstöð, sem er aukabúnaður, með pöntunardegi frá og með 28.04.2017 (ekki fyrir Golf GTE / Passat GTE).

Frekari þjónusta í e-Manager:

(aðeins í boði fyrir rafbíla og tvinnbíla)

Hleðsla í Car-Net
1

Haltu yfirsýn.

Með þjónustunni „Hleðsla“ geturðu fylgst með hleðslu rafhlöðunnar og sett hleðslu í gang eða stöðvað hana.Einfaldlega úr sófanum í stofunni.Þú hefur alltaf góða yfirsýn í tölvunni eða snjallsímanum.

 • Yfirlit yfir hleðsluna hverju sinni
 • Sýnir hvert drægið er
 • Hægt er að skilgreina hvernig hleðslan á að fara fram
 • Veitir upplýsingar um stöðu hleðsluklóarinnar
1. Eldsneytisnotkun, l/100 km:í blönduðum akstri 1,8 ‐ 1,6; raforkunotkun, kWh/100 km: í blönduðum akstri 12,0 ‐ 11,4; CO₂‐losun í blönduðum akstri, g/km:40 ‐ 36; nýtniflokkur:A
Brottfarartímar í Car-Net

Tilbúinn þegar þú ert klár.

Sparar orku á rafhlöðunni og dregur þannig úr kostnaði:Með þjónustunni „Brottfarartímar“ sérðu til þess að hleðslan fari fram á sem bestan hátt og ákveður hvenær rafhlaðan í Volkswagen-bílnum þínum á að vera fullhlaðin.

 • Komist er hjá óþarfri hleðslu
 • Hægt er að búa til mismunandi hleðslusnið
 • Hægt að tengja við aðra þjónustu (t.d. loftkælingu) á þægilegan hátt
 • Rafhlaðan er fullhlaðin á tilteknum tíma
Loftræsting í Car-Net
1

Þægilegt hitastig allt árið um kring.

Þjónustan „Loftræsting“ sér til þess að þægilegt hitastig sé í innanrýminu áður en þú leggur af stað.Hægt er að stjórna loftkælingunni á þægilegan hátt í tölvu eða fartæki án þess að vera í bílnum.

 • Hægt er að stjórna hitastiginu á þægilegan hátt
 • Þægileg stjórnun í appinu og Car-Net-vefgáttinni
 • Sýnir útihitann og hitastigið sem óskað er eftir hverju sinni
 • Hitastigið í bílnum er alltaf eins og best verður á kosið þegar þú ekur af stað
1. Eldsneytisnotkun, l/100 km:í blönduðum akstri 1,8 ‐ 1,6; raforkunotkun, kWh/100 km: í blönduðum akstri 12,0 ‐ 11,4; CO₂‐losun í blönduðum akstri, g/km:40 ‐ 36; nýtniflokkur:A
Stofnaðu Car-Net-notandareikning.

Skilyrði.

Til þess að geta notað þjónustupakkann „Security & Service“ þarf að vera með Volkswagen-notandareikning í Car-Net-vefgáttinni og snjallsíma til þess að geta notað Car-Net App.Fyrir tiltekna þjónustu þarf ákveðinn tæknibúnaður að vera fyrir hendi í bílnum, t.d. þjófavarnarkerfi fyrir þjónustuna „Netþjófavarnarkerfi“.

Frekari þjónusta og pakkar.

Sækja We Connect Teaser

We Connect forritið.

Tengdu þig með Volkswagen ökutæki þínu:
Upplifðu alla kostina í Car-Net og We Connect í einu forriti.

Hvernig getum við aðstoðað?