2.17.94.1, 2019-07-05 00:05:51
VW Touareg er nettengdur í bak og fyrir og býður upp á tengimöguleika á nýju stigi.

Upplifðu tengimöguleikana.

Nettengdur í bak og fyrir. Touareg.

Internetið og stafræn tengigeta eru hluti af daglegu lífi okkar, svo af hverju ættum við að vera án þeirra í bílnum? Í Touareg er netþjónusta Car-Net þess vegna í boði sem staðalbúnaður að undangenginni virkjun og færð upp á nýtt stig: Hámarkstengimöguleikar.

 • Nettengdur

  Upplifðu tengimöguleikana núna.

  Innbyggt eSIM-kort tryggir þér aðgang að internetinu – og þar með að heimi Car-Net-netþjónustunnar fyrir farsíma. Þannig hefur þú nýjustu upplýsingar alltaf við höndina og getur notið afþreyingar án truflana.

 • Þægindi

  Daglega lífið verður afslappaðra.

  Með Car-Net færðu betri upplýsingar á fljótlegri hátt. Þú kemst á áfangastað á afslappaðan og þægilegan hátt með því að fylgja akstursleiðsögn sem er uppfærð stöðugt í samræmi við umferðaraðstæður. Láttu lesa upp fréttir fyrir þig á meðan þú ekur, hlustaðu á uppáhaldsstöðina þína utan útsendingarsvæðis í gegnum netið og sparaðu þér tíma við að leita að bílastæði með því að láta vísa þér beint að lausu bílastæði í bílastæðahúsi eða á almennu bílastæði á áfangastað.

 • Í rauntíma

  Alltaf skrefinu á undan.

  Þú nýtur góðs af snjöllum og forsjálum leiðarútreikningi sem gerir akstursleiðsögnina enn gagnlegri. Áður en ekið er af stað er akstursleiðin þegar uppfærð í rauntíma með Traffic Server-þjóninum og síðan löguð stöðugt að umferðaraðstæðum hverju sinni. Þannig ekur þú alltaf bestu leiðina á áfangastað.

 • Öryggi

  Þegar óhapp á sér stað er gott að vita að hjálp sé á leiðinni.

  Neyðarkallið sem sent er sjálfkrafa til neyðarlínu Volkswagen þegar loftpúði blæs út eða forstrekkjari öryggisbelta verður virkur sýnir hversu mikilvæg snjöll nettenging getur verið í neyðartilvikum. Með vegaaðstoð, sjálfvirkri slysatilkynningu og netþjófavarnarkerfi tryggir „Security & Service“ öryggi þitt allan sólarhringinn.

 • Afþreying

  Færir forritin þín inn í bílinn.

  Með App-Connect getur þú tengt snjallsímann þinn við upplýsinga- og afþreyingarkerfið í Touareg og notað ýmis öpp meðan á akstri stendur. Með Volkswagen Media Control geta farþegar í bílnum stjórnað kerfinu með farsíma eða spjaldtölvu.

Mynd af VW Touareg í akstri frá hlið

Guide & Inform Premium

Finndu spennandi áfangastaði í grenndinni, fáðu nýjustu umferðarupplýsingarnar í gegnum internetið og margt fleira. Í sérpakkanum „Guide & Inform Premium“ fyrir Touareg bjóða nýju þjónusturnar „Netútvarp“ og „FM-netútvarp“ upp á ótakmarkaða afþreyingu í bílnum. Leiðsögnin verður enn snjallari og skýrari með leiðarútreikningi á netinu, borgarkortum í þrívídd fyrir tilteknar borgir, gervihnattakortum og uppfærslu kortagagna í gegnum netið. Nú er ekki aðeins hægt að birta nýjustu fréttir, heldur einnig láta lesa þær upp fyrir sig.

 • Netútvarp og FM-netútvarp

  Ótakmörkuð afþreying.

  Með netútvarpinu geturðu hlustað á uppáhaldsstöðvarnar þínar og hlaðvarp hvar sem er. Þegar farið er út af hefðbundnu útsendingarsvæði skiptir eiginleikinn „FM-netútvarp“ sjálfkrafa af FM yfir á streymi á netinu. Þannig getur þú haldið áfram að hlusta á uppáhaldsstöðina þína án truflana.
  Til þess að geta notað „Netútvarp“ og „FM-netútvarp“ þarf að kaupa gagnapakka fyrir eSim-kortið eða nota eigin gagnatengingu.

 • Snjöll leiðsögn

  Þú kemst þægilega á leiðarenda.

  Í Touareg er leiðsögnin enn snjallari og skýrari en fyrr. Leiðarútreikningur á netinu finnur bestu akstursleiðina út frá spám strax í upphafi og hjálpar þér þannig að komast greiðlega á áfangastað. Borgarkort í þrívídd og mikilli upplausn sem og kort með raunverulegum gervihnattamyndum bjóða upp á nýja og þægilega akstursleiðsögn.

 • Wi-Fi-aðgangsstaður

  Þægileg tenging.

  Enginn vill lengur án internetsins vera – sérstaklega ekki á löngum bílferðum. Touareg býður upp á innbyggðan Wi-Fi-aðgangsstað sem gerir þér og farþegum þínum kleift að nota einu og sömu nettenginguna – sama hvort senda á póst, streyma kvikmynd eða athuga hver staðan er í leiknum:Allt að átta tæki geta tengst netinu samtímis. Til þess að geta notað Wi-Fi-aðgangsstað þarf að kaupa gagnapakka fyrir eSim-kortið eða nota eigin gagnatengingu.

VW Touareg – feðgar spila fótbolta

Security & Service

Með Security & Service verður aksturinn þægilegri. Þessi Car-Net-þjónustupakki býður upp á fjaraðgang að mikilvægum eiginleikum bílsins og eykur við þægindin með því að tengja saman sveigjanleika og gagnsæi. Það er sama hvort um áætlun fyrir þjónustuskoðanir, sjálfvirka slysatilkynningu, vegaaðstoð, netstjórnun aukamiðstöðvar eða netþjófavarnarkerfi er að ræða:Persónusniðin þjónusta aðstoðar þig í nánast hvaða aðstæðum sem er og sér þér fyrir öllum mikilvægum upplýsingum um aksturinn.

 • Neyðarþjónusta

  Þegar á þarf að halda.

  Með þjónustunni „Neyðarþjónusta“ færðu aðstoð í neyðartilvikum. Þegar alvarleg slys eiga sér stað, til dæmis þar sem loftpúði blæs út, er kallað sjálfkrafa á hjálp. Ef Volkswagen-bíllinn greinir að slys hafi átt sér stað kemur þjónustan á sambandi við neyðarlínu Volkswagen og miðlar mikilvægum upplýsingum til viðbragðsaðila. Einnig er hægt að kalla eftir hjálp handvirkt með því að ýta á hnapp.

 • Áætlun fyrir þjónustuskoðanir

  Okkar þjónusta:Sniðin að þér.

  Svo tryggt sé að þú hafir sem mesta ánægju af akstrinum aðstoðar Volkswagen-bíllinn þig við að panta tíma á verkstæði. Þegar sinna þarf viðhaldi sendir Volkswagen-bíllinn upplýsingarnar til þjónustuaðila að þínu vali. Verkstæðið hefur síðan samband við þig og þú getur pantað tíma á þægilegan hátt.

 • Netþjófavarnarkerfi

  Lætur vita þegar eitthvað gerist.

  Þú getur andað rólega, því Volkswagen-bíllinn þinn getur passað upp á sig sjálfur. Ef reynt er að brjótast inn í bílinn getur þú fengið tilkynningu í Volkswagen Car-Net App í snjallsímanum eða með tölvupósti ásamt nánari upplýsingum um það sem gerðist.

 • Netstjórnun aukamiðstöðvar

  Kyndir bílinn áður en ekið er af stað.

  Með þjónustunni „Netstjórnun aukamiðstöðvar“ er hægt að kynda innanrými bílsins með þægilegum hætti í Car-Net App eða á Car-Net-vefgáttinni áður en ekið er af stað. Þú stillir einfaldlega inn brottfarartíma fyrir næstu ferð eða setur upp vikuplan – og miðstöðin kyndir í samræmi við þínar þarfir.

  Athugið:Aðeins í boði með aukamiðstöð sem er aukabúnaður.

Svona geturðu notað öppin þín í bílnum.

Sækja We Connect Teaser

We Connect forritið.

Tengdu þig með Volkswagen ökutæki þínu:
Upplifðu alla kostina í Car-Net og We Connect í einu forriti.

Næstu skref.