2.17.94.1, 2019-07-05 00:05:51
Kynntu þér möguleikana sem Car-Net býður upp á.

Car-Net- setja af stað.

Hagnýt þjónusta og nytsamleg forrit.

Með Car-Net kemstu hratt og þægilega á leiðarenda.Með Car-Net geturðu tengst bílnum þínum hvar sem er.Með farsímanum þegar þú situr í sófanum heima, í tölvunni eða þegar þú ert á ferðinni í bílnum – notfærðu þér þjónustu og forrit Car-Net til að einfalda þér lífið.

Internetið í bílnum heitir Car-Net hjá Volkswagen.

Ýmis konar hagnýt þjónusta sem léttir þér lífið frá degi til dags.Finndu næstu bensínstöð auðveldlega eða hladdu rafbílinn þinn án þess að standa upp úr sófanum.

 • Þú hefur þau í hendi þér.

  Þægindi.

  Sjáðu til þess að þægilegt hitastig sé í innanrýminu áður en þú leggur af stað og gakktu úr skugga um að hurðirnar á Volkswagen-bílnum þínum séu læstar og slökkt á stöðuljósum.Með Car-Net „e-Remote“ getur þú fjarstýrt ýmsum aðgerðum í rafbílnum eða tvinnbílnum þínum frá Volkswagen.

 • Þú ert í góðum höndum.

  Öryggi.

  Það er gott þegar einhver er alltaf til staðar:Með valfrjálsu neyðarþjónustunni færðu samband við neyðarlínu Volkswagen allan sólarhringinn með því að ýta á rauða SOS-hnappinn.Þegar slys á sér stað þar sem loftpúði blæs út er sjálfkrafa kallað eftir hjálp.

 • Það er róandi að vita til þess að bíllinn fylgist sjálfur með sér.

  Með allt á hreinu.

  Hvort sem það er eldsneytisstaðan, kílómetrafjöldinn eða upplýsingar um næstu skoðun:Með „Security & Service“ hefur þú alltaf yfirsýn yfir helstu upplýsingar um bílinn.

 • Notaðu farsímaforritin í Volkswagen-bílnum þínum.

  Sveigjanleiki.

  „App Connect“ – það er þrenns konar nýstárleg tækni sem hægt er að nota til að birta forrit í snjallsímum á snertiskjá upplýsinga- og afþreyingarkerfisins:MirrorLink™, Android Auto™ frá Google og Apple CarPlay™.

 • Nýttu þér internetið í bílnum.

  Haltu yfirsýn.

  Fáðu nýjustu umferðarupplýsingar eða láttu Car-Net finna næsta stopp fyrir þig.Sama hvort það er hótel, næsta bensínstöð eða nýtt kvikmyndahús.

 • Lagaðu aksturinn að þínum þörfum.

  Eftir þínu höfði.

  Láttu senda skilaboð heim þegar komið er á áfangastað, láttu spila uppáhaldslagið þitt sjálfkrafa þegar þú ekur á tilteknum hraða eða veldu lög með öðrum í bílnum og setjið saman fullkominn lagalista fyrir hverja ferð.

Yfirlit yfir Car-Net-þjónustu og -pakka.

Láttu Car-Net vísa þér á spennandi áfangastaði.

Guide & Inform.

Hvernig kemst ég sem fyrst á áfangastað?Hvar er ódýrasta bensínstöðin og hvar er næsta bílastæðahús þar sem eru laus stæði?Með hagnýtri þjónustu Guide & Inform kemstu hratt og greiðlega á áfangastað.

Security & Service:Fáðu aðgang að mikilvægum aðgerðum í bílnum í gegnum netið.

Security & Service.

Sjálfvirk slysatilkynning, vegaaðstoð eða nettengt þjófavarnarkerfi - með Security & Service-pakkanum seturðu öryggið á oddinn.

Stjórnaðu e-Remote-aðgerðum með farsímanum.
1

e-Remote.

Með Car-Net e-Remote stjórnarðu þjónustu fyrir rafbílinn eða tvinnbílinn þinn frá Volkswagen á einfaldan hátt með Car-Net App eða í gegnum Car-Net-vefgáttina þegar þú ert heima hjá þér.

1. Raforkunotkun, kWh/100 km:11,7 (í blönduðum akstri); CO₂‐losun í blönduðum akstri, g/km:0; Nýtniflokkur:A+
Með App-Connect geturðu notað farsímaforritin þín í bílnum.

App-Connect.

Allt sem þú elskar við farsímann þinn er nú einnig í boði í Volkswagen-bílnum þínum.Það er sama hvort þú notar iOS™ eða Android™ – með App-Connect ertu vel tengd(ur) við netið þegar þú ert á ferðinni.Það eina sem þú þarft að gera er að tengja símann við bílinn með USB.

Skilyrði fyrir því að hægt sé að nota Car-Net er að samhæft upplýsinga- og afþreyingarkerfi sé til staðar.

Skilyrði.

Mismunandi þjónusta er í boði eftir því hvaða upplýsinga- og afþreyingarkerfi er í Volkswagen-bílnum og hvert framleiðsluár hans er.Hér færðu upplýsingar um hvað Volkswagen-bíllinn þinn styður og hvað þú þarft til þess að geta notað Car-Net.

Virkjaðu Car-Net í þremur skrefum.

Sækja We Connect Teaser

We Connect forritið.

Tengdu þig með Volkswagen ökutæki þínu:
Upplifðu alla kostina í Car-Net og We Connect í einu forriti.

Hvernig getum við aðstoðað?